Borgina Alicante þarf vart að kynna til leiks fyrir Íslendingum enda hafa ófáir landar sótt staðinn heim og átt þar ógleymanlegar stundir. Sól, pálmatré, blár sjór og hvítar strendur bíða þín á suðurströnd Spánar og frá Alicante er stutt að fara til annarra vinsælla áfangastaða á borð við Benidorm, Valencia, Torrevieja, Altea og Calpe.
Alicante tilheyrir strandlengjunni Costa Blanca, eða „Hvítu Strandlengjunni”. Þar er urmull af fallegum stöðum sem vert er að heimækja, til dæmis Postiguet-ströndin, El Campello og Albufereta-ströndin. Einnig er tilvalið að heimsækja eyjuna Tabarca sem er yfirlýst verndarsvæði fyrir sjávardýr og frábær áfangastaður fyrir þá sem vilja snorkla og njóta sín á ströndinni.