Tenerife

Áfangastaður
Tenerife South (TFS)
Bóka ferð

Sól og sæla á
Tenerife

Hver þráir ekki að komast í sólina til að njóta lífsins og slaka á? Fallegar strendur, fagurblár sjór og „una cerveza" er uppskrift að yndislegu fríi en á Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins.

Okkur var sagt að á Tenerife séu ekki til vekjaraklukkur og þar er aldrei slabb! Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það!

Eyjan

Tenerife er stærsta eyja Kanarí eyjaklasans, sem er vestan við strendur Afríku. Loftslagið er milt og hlýtt allan ársins hring, sumrin eru heitari og veturnir kaldari.

Veðurfar hverrar eyju er ólíkt þeirrar næstu – það er jafnvel svo að á sömu eyju geta tveir bæir haft mjög ólíkt veðurfar.

Hver og ein eyja hefur sína eigin mállýsku og er Tenerife engin undantekning. Hvernig er spænskan þín?

Dvölin á Tenerife

Á Tenerife eru barir og veitingastaðir á hverju strái og aldrei þarf að leita langt eftir því sem þig vantar eða langar í.

Tenerife er einn af bestu áfangastöðum Spánar fyrir fjölskyldufólk þar sem mikið er í boði fyrir alla fjölskylduna.

Í Siam-vatnagarðinum eru ótal spennandi rennibrautir, þá er hægt er að heimsækja besta dýragarð heims Loro Parque og sjá þar höfrunga og sæljón eða fjöldan allan af öðrum dýrum.

Á Tenerife er úrval golfvalla þar sem hægt er að skafa af forgjöfinni þegar nóg er komið af D-vítamín söfnun og afslöppun.

Hvað er rómantískara en ganga á ströndinni á stjörnubjörtu kvöldi í þægilegum hita með ástinni? Svo er líka hægt að skella sér á barinn eða skemmtistað, en á Tenerife er nóg úrval af afþreyingu fyrir fullorðna fólkið, meðan smáfólkið hleður rafhlöðurnar fyrir næsta dag.