Klippikort NICEAIR

Nú er hægt að kaupa klippikort hjá NICEAIR.


10 ferðir til eða frá Kaupmannahöfn á 350.000 kr.
10 ferðir til eða frá Tenerife á 660.000 kr.

Klippikortin virka þannig að keyptir eru 10 flugleggir í einu og þarf að millifæra fyrir kortinu við kaup. Ekki er í boði að skipta greiðslum. Innifalið í hverjum fluglegg eru skattar og innritaður farangur en hægt er að skrá allt að 5 nöfn á bakvið hvert kort.

Allar dagsetningar til og frá áfangastaðnum eru bókanlegar svo framarlega að það séu laus sæti í vélinni. Lágmarks bókunarfyrirvari er 48 tímar og er aðeins bókanlegt í gegnum niceair@niceair.is. Enginn fyrningartími er á kortinu.

Hægt er að afbóka flugleggi með 7 daga fyrirvara. Hægt er að færa til dagsetningar með 48 tíma fyrirvara.

Til þess að kaupa kort er send beiðni á niceair@niceair.is með upplýsingum um hvort kortið eigi að vera á Tenerife eða Kaupmannahöfn, full nöfn, fæðingardaga, kyn, þjóðerni, póstnúmer, símanúmer og netföng þeirra farþega sem eiga að vera skráð á kortið og við sendum millifærsluupplýsingar til baka og upplýsingar um kortið. Ekki er hægt að breyta eða bæta kennitölum við á kortið eftir kaup.

Þegar kemur að því að bóka er sendur póstur á niceair@niceair.is með klippikorts númeri, dagsetningu og nöfnum þeirra sem á að bóka.

Síðast uppfært 1. nóvember 2022.