Um Niceair

Niceair opnar nýja möguleika á Norðurlandi

Það er aldeilis næs!

Niceair er nýtt félag sem flýgur frá Akureyri og beint til Kaupmannahafnar og Tenerife fyrst um sinn, í samstarfi við evrópskan flugrekanda HiFly, Malta.

Flogið er tvisvar í viku til Kaupmannahafnar og einu sinni í viku til Tenerife.

Nýju flugleiðirnar opna margvíslega möguleika bæði fyrir íbúa Norður- og Austurlands og erlenda ferðamenn – en ekki síður fela þær í sér fjölmörg tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Beint flug til Akureyrar gerir ferðaþjónustufyrirtækjum hins vegar kleift að bjóða viðskiptavinum sínum nýja þjónustu, til að mynda styttri og ódýrari pakkaferðir um Norður- og Austurland, ferðir sem leggja áherslu á sérstöðu náttúru og menningar á svæðinu og ferðir með áherslu á minna troðnar slóðir og íslenskar náttúruperlur sem heimurinn á enn eftir að uppgötva.

Við erum vel fjármagnað félag með öfluga bakhjarla. Það er sérstaklega ánægjulegt hversu fjölbreytt breiðsíða fyrirtækja, einstaklinga og stofnana á Norðurlandi hefur flykkt sér að baki félaginu, en SS Byggir, KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og fleiri félög eru meðal hluthafa. Enginn hluthafa er áberandi stór og enginn er yfir 6,5%

Höfuðstöðvar og heimahöfn Niceair eru á Akureyri og kappkostar félagið að manna stöður og eiga í náinni samvinnu við fólk og fyrirtæki á svæðinu.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson er framkvæmdastjóri félagsins og einn af stofnendum þess.