Bókanir, breytingar og afbókanir
Niceair vill vera næs flugfélag og býður því upp á mikinn sveigjanleika þegar kemur að miðakaupum.
Þurfir þú að opna bókun þína er það gert á bókunarsíðu okkar.
Skilmálar vegna miðakaupa
Það er á ábyrgð þess sem bókar flug að gefa upp réttar upplýsingar við bókun. Fyrir breytingar á upplýsingum er innheimt breytingargjald, sem er 5.750 krónur fyrir hvern legg.
Flugmiðum er hægt að breyta allt að tveimur sólarhringum fyrir brottför. Þegar flugmiða er breytt skal greiða fargjaldamismun, ef einhver er, auk breytingargjalds.
Ekki er hægt að nafnabreyta miðum (bóka miða á nafni einnar manneskju og breyta yfir í aðra).
Miðar eru aldrei endurgreiddir, en ef þeir eru afbókaðir meira en 7 dögum fyrir brottför, myndast inneign, sem hægt er að nota upp í næsta flug.
Að öðru leyti er vísað í almenna skilmála flugfélagsins.
Þessum skilmálum var síðast breytt 17. mars 2022.