Forfallavernd

Forfallavernd er hægt að kaupa þegar þú bókar flugið þitt. Ekki er hægt að bæta henni við eftir á en hún verndar miðann þinn fyrir ófyrirséðum aðstæðum líkt og andláti fjölskyldumeðlims eða skyndilegum veikindum. Með forfallaverndinni fæst miðinn þinn endurgreiddur að fullu komi upp ófyrirséðar aðstæður að því tilskildu að nauðsynleg gögn séu lögð fram.

Gögn sem þurfa að berast þurfa að tilgreina ástæður þess að farþegi sé ófær um að ferðast þær dagsetningar sem fyrirhugaðar voru og geta meðal annars verið læknisvottorð, dánarvottorð náins fjölskylduaðila eða vottorð um sóttkví eða staðfest smit af völdum COVID-19.

Komi sú staða upp að þú getir ekki nýtt flugið þitt af ástæðum sem falla undir ofangreind atriði biðjum við þig um að hafa samband við þjónustuteymi okkar á netfangið niceair@niceair.is og skila inn viðeigandi gögnum, eigi síðar en sjö dögum eftir áætlað flug.

Vinsamlegast athugið:

  • Forfallavernd kostar 3.000 kr. per fluglegg og aðeins er hægt að bóka forfallavernd fyrir alla farþega og alla flugleggi í bókun.
  • Forfallavernd er aðeins hægt að kaupa við bókun og ekki er hægt að bæta henni við eftir á.
  • Ekki er hægt að bóka forfallavernd fyrir einstaka farþega í bókun. 
  • Leggja þarf fram öll viðeigandi gögn til þess að fá miðann endurgreiddan.
  • Forfallaverndin er aldrei endurgreidd, hana er ekki hægt að framselja eða breyta.