Farangursheimild

Farangursheimild þín hjá Niceair er sem hér segir:

    • Þú mátt taka með þér um borð einn minni hlut (e. personal item). Þetta gæti til dæmis verið lítil handtaska, spjaldtölva eða bók; og
    • Þú mátt taka með þér litla tösku (e. cabin bag), sem er ekki stærri en 55 cm x 40 cm x 30 cm. Taskan má vera allt að 10 kg.

Ef farangursgeymslurnar í farþegarýminu fyllast gæti þurft að setja handfarangur niður í farangursrými vélarinnar. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að þú fjarlægir öll flytjanleg rafeindatæki, vararafhlöður og öll lyf sem þú gætir þurft fyrir flugið áður en farangurinn er settur í farangursrými vélarinnar.

Annar farangur

Annar farangur er fluttur gegn gjaldi, sjá gjaldskrá að neðan.

Það er okkur ánægja að flytja farangur tengdan börnum og fjölskyldum að kostnaðarlausu, til dæmis barnabílstóla, kerrur og vagna.

Gjaldskrá fyrir farangur

Hlutur Upphæð Gjaldmiðill
Taska allt að 20 kg 6.000 ISK
Taska 20 kg og yfir, allt að 32 kg 9.750 ISK
Skíði (eitt par) 4.750 ISK
Golfsett 9.750 ISK
Reiðhjól 9.750 ISK
Barnabílstóll Án endurgjalds -
Barnakerra Án endurgjalds -

Þrátt fyrir að aukafarangur hafi verið bókaður, og greitt fyrir hann, er ekki alltaf hægt að tryggja að hægt sé að flytja farangurinn. Í þeim tilvikum getur farþeginn valið um hvort farangurinn sé fluttur í næsta flugi eða að fá gjaldið endurgreitt. Ef farþeginn hefur ekki samband við flugfélagið, til þess að tilkynna hvort hann vilji fá aukafarangurinn fluttan eða fá endurgreitt, þá verður farangurinn fluttur við fyrsta tækifæri.

Hlutir sem ekki geta verið fluttir í farangursrými og komast ekki heldur í handfarangursrými (svo sem stærri hljóðfæri), verða einungis samþykktir til flutnings í farþegarými hafi farþegi fengið samþykki Niceair fyrirfram. Til þess gæti þurft að kaupa aukasæti.

Það er á ábyrgð farþega að pakka öllum farangri með fullnægjandi hætti.