Týndur, skemmdur eða seinn farangur

Ef farangurinn þinn skilar sér ekki á áfangastað, eða er skemmdur, er nauðsynlegt að þú hafir samband við þjónustuaðila Niceair á viðkomandi flugvelli. Þar færð þú skriflega staðfestingu á þinni kvörtun.

Flugvöllur Umboðsmaður
Akureyri Icelandair
Kaupmannahöfn Aviator
Tenerife South Iberia

Ef farangur týnist eða skemmist verður þú að tilkynna það til umboðsmanns okkar á flugvellinum, sem gefur þér tilvísunarnúmer og frekari upplýsingar. Ekki yfirgefa flugvöllinn án tjónaskýrslu eða skýrslu um týndan farangur þar sem ekki er hægt að búa til skýrslurnar eftir að þú ferð frá flugvellinum. Eftir að skýrslan hefur verið gerð skalt þú svo senda okkur tölvupóst á netfangið niceair@niceair.is, eigi síðar en sjö dögum eftir viðtöku farangurs, með tilvísunarnúmeri og við hjálpum þér að leysa málið.