Séraðstoð

Okkur er ánægja að veita séraðstoð ef farþegi þarf á henni að halda, fyrir flug, á meðan á flugi stendur og/eða eftir lendingu. Við biðjum farþega um að láta okkur vita af sínum þörfum áður en ferðalag hefst.

Ósk um séraðstoð

Bóka þarf séraðstoð að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir flug:

 • Hægt er að hringja í þjónustuver Niceair eða
 • Senda Niceair tölvupóst á niceair@niceair.is

Niceair gerir ráðstafanir til að geta verið sínum farþegum innan handar.

Sætaskipan

Farþegar með heyrnar- og/eða sjónskerðingu eða hreyfihömlun fá úthlutað sæti við glugga, en geta ekki fengið sæti við neyðarútgang vegna öryggisreglna.

Aðstoðarmenn farþega

Farþegar með hreyfihömlun þurfa að ferðast með aðstoðarmanni ef farþegi þarf aðstoð við eftirfarandi:

 • Að eiga samskipti;
 • Að borða eða drekka;
 • Að taka lyf;
 • Að standa upp úr sætinu; og/eða
 • Að fara á salernið.

Við getum því miður ekki aðstoðað farþega við:

 • Lyfjatöku;
 • Samskipti;
 • Að borða eða drekka;
 • Að lyfta viðkomandi eða halda á;
 • Að standa upp; og/eða
 • Notkun á salerni

Vegna þessara atriða þarf aðstoðarmanneskja farþega að vera honum innan handar.

Þetta á líka við ef farþegar geta ekki ferðast án almennar aðstoðar.

Allir farþegar þurfa að geta setið í venjulegu flugvélarsæti. Í flugvél Niceair hafa öll sæti hreyfanlega sætisarma fyrir utan sætaröð 1 og sætaraðir við neyðarútgang, sem bætir aðgengi farþega.