Önnur þjónusta

Súrefnistæki meðferðis

Ef farþegi þarf að hafa súrefnistæki (e. Portable Oxygen Concentrator) biðjum við viðkomandi um að láta Niceair vita tveimur dögum fyrir brottför. Leyfilegt er að hafa eitt slíkt tæki meðferðis í farþegarýminu til viðbótar við almennan farangur.

Eyðublað til að láta Niceair vita finnur þú hér.

Súrefnistæki geta verið rafhlöðuknúin og þarf þá að gæta að því að rafhlöður séu ekki stærri en 160 vattstundir (Wh) hver um sig en að hámarki má hafa meðferðis tvær slíkar rafhlöður.

Því miður getur Niceair ekki tryggt að hægt sé að setja súrefnistæki þitt í samband um borð.

Svefnöndunartæki

Ef farþegi þarf að hafa CPAP svefnöndunartæki (e. Continuous Positive Airway Pressure) meðferðis biðjum við viðkomandi að láta Niceair vita tveimur dögum fyrir brottför. Leyfilegt er að hafa eitt slíkt tæki meðferðis í farþegarýminu til viðbótar við almennan farangur.

 

Svefnöndunartæki geta verið rafhlöðuknúin og þarf þá að gæta að því að rafhlöður séu ekki stærri en 160 vattstundir (Wh) hver um sig en að hámarki má hafa meðferðis tvær slíkar rafhlöður.

Því miður getur Niceair ekki tryggt að hægt sé að setja svefnöndunartæki þitt í samband um borð.

Lyf

Niceair ráðleggur farþegum að hafa nauðsynleg lyf meðferðis í handfarangri en þarf þá að tryggja að umbúðir séu ekki stærri en leyfileg handfarangursstærð.

Fyrir nauðsynlegum lyfjum er gott að hafa læknisvottorð sem hægt er að sýna við öryggisleit.

Ofnæmi

Niceair getur því miður ekki ábyrgst ofnæmisfrítt umhverfi um borð en hafi farþegar alvarleg ofnæmi er mælst til þess að þeir hafi meðferðis ofnæmispenna (EpiPen) eða önnur lyf sem geta reynst nauðsynleg.

Hafi farþegi bráðaofnæmi geta áhafnarmeðlimir okkar farið með ávarp þar sem aðrir farþegar eru beðnir um að taka tillit til þess. Þessa þjónustu býður Niceair upp á endurgjaldslaust en eru farþegar beðnir um að óska eftir fyrir brottför.

Eyðublað til að láta Niceair vita finnur þú hér.