Farþegar með sjón- og/eða heyrnarskerðingu

Fyrir flug

Niceair mælir með því að fólk kynni sér upplýsingar um sérstaka þjónustu á vefsíðum hvers flugvallar fyrir sig.

Á meðan á flugi stendur

Áhafnarmeðlimir geta aðstoðað farþega við:

  • Að ganga um borð og að fara frá borði;
  • Að ferðast um farþegarýmið;
  • Að komast til og frá salerni;
  • Að ganga frá handfarangri; og
  • Að opna matarumbúðir

Vegna öryggisreglna getur Niceair ekki úthlutað blindum eða heyrnarlausum sæti við neyðarútgang.

Við gerum okkar besta til að aðstoða þig eftir þinni beiðni.

Blindir farþegar öryggisatriði

Ekki þarf sérstaklega að óska eftir því að blindum farþegum séu kynnt öryggisatriði. Blindir farþegar geta hlustað á lýsingu áhafnarmeðlima á öryggisatriðum, en því til viðbótar geta áhafnarmeðlimir útvegað spjald með íslensku blindraletri, þar sem öryggisatriðum er lýst.

Heyrnarlausir farþegar öryggisatriði

Ekki þarf sérstaklega að óska eftir að heyrnarlusum farþegum séu kynnt öryggisatriði. Heyrnarlausir farþegar geta fylgst með kynningu áhafnarmeðlima á öryggisatriðum, en því til viðbótar er spjald í sætisvasanum, þar sem öryggisatriðum er lýst.

Eftir lendingu

Þegar á áfangastað er komið veitir starfsfólk á komuflugvelli farþega þá aðstoð sem boðið er upp á á viðkomandi velli. Á Akureyri er þessi þjónusta í boði Isavia.